Sjóvarnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 18:04:41 (8375)

2001-05-19 18:04:41# 126. lþ. 129.17 fundur 319. mál: #A sjóvarnaáætlun 2001--2004# þál. 27/126, Frsm. ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[18:04]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. samgn. um tillögu til þál. um sjóvarnaáætlun fyrir árin 2001--2004.

Nefndin fékk heimsóknir og álit fjölmargra aðila frá stofnunum og sveitarfélögum.

Samkvæmt 4. gr. laga um sjóvarnir, sem gengu í gildi 1. janúar 1998, skal samgönguráðherra leggja fyrir Alþingi sjóvarnaáætlun til fjögurra ára. Sú sjóvarnaáætlun sem hér er til umfjöllunar er sú fyrsta sinnar tegundar sem lögð er fyrir þingið í formi þingsályktunartillögu.

Áætlunin er í meginatriðum byggð á mati á sjóvörnum hjá þeim sveitarfélögum sem sendu inn erindi en einnig er stuðst við yfirlitsskýrslu um sjóvarnir sem var fyrst birt 1995, en var endurskoðuð 1998 og aftur nú í ár.

Við gerð áætlunarinnar hefur verkefnum verið raðað í forgangsröð og tiltekna forgangsflokka og er til nánari upplýsinga um framangreinda flokkun og forgangsröðun, svo og vinnureglur við úthlutun til verkefna, vísað í athugasemdir með tillögunni.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.