Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 18:54:56 (8388)

2001-05-19 18:54:56# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[18:54]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Fyrirgefðu, hv. þm., ef mér hefur orðið á í messunni við að telja nákvæmlega (Gripið fram í.) upp hvað skipasmíðastöðvarnar eru margar, herra forseti. Engu að síður fer ég ekkert ofan af því að í Vestmannaeyjum, þar sem verið er að koma á fót nýrri þurrkví, þar sem verið er að borga 53 milljónir á ári, er verið að ríkisstyrkja skipasmíðaiðnað sem berst í bökkum í dag. Ég spyr: Af hverju er réttlætanlegt að styrkja þessa framkvæmd í Vestmannaeyjum ef það hefur til að mynda ekki verið gert í Hafnarfirði? Hvar er jafnræðið þar?