Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 18:57:24 (8391)

2001-05-19 18:57:24# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[18:57]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var afar fróðlegt að hlýða hér á deilur hv. þm. Sjálfstfl. þar sem þeir deildu mjög hart um það hvert peningarnir sem fara til hafnaáætlunarinnar skuli renna.

Í ljósi þeirrar umræðu sem hér fór fram þá held ég, virðulegi forseti, að alltaf sé að verða skýrara og skýrara að nauðsynlegt sé að gera landið að einu kjördæmi því að umræða af þessum toga þar sem menn eru að deila um og togast á um, hver frá sínum hreppi, hvert fjármunirnir skuli renna, er í sjálfu sér að mínu viti ekki hinni pólitísku umræðu til nokkurs framdráttar. Ég lít því fyrst og fremst svo á að þessi deila, sem snýst um það hvort Reykjavík, Hafnarfjörður eða Kópavogur fái einhverja peninga eða ekki, dragi einfaldlega fram að mikilvægt sé að gera landið að einu kjördæmi. Ég held að þessi deila hafi sýnt okkur fram á það enn frekar og betur.