Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 18:58:39 (8392)

2001-05-19 18:58:39# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[18:58]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna sérstaklega þessum orðum hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar og ábendingum hans um að gera landið að einu kjördæmi. Hann hlýtur því að sjá þá miklu þörf sem er líka á suðvesturhorninu, á höfuðborgarsvæðinu, fyrir ákveðnu framlagi einmitt á hafnaáætlun. Hann getur því ekki annað en verið sammála mér í því að það er óskiljanlegt að af þessum 5.000 milljónum sem fara í hafnaáætlun skuli ekki króna fara hingað, sérstaklega ef hann hugsar til landsins í heild.