Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 19:03:40 (8397)

2001-05-19 19:03:40# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[19:03]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er mikill misskilningur að ég hafi sagt að það væri allt í lagi að Vestmannaeyjar fengju þetta fjármagn ef Hafnarfjörður fengi það líka. Ég er á öndverðri skoðun við hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson. Ég tel að það sé ekki rétt að fara þá leið. Ég er á móti því að það sé verið að styrkja samkeppnisiðnað á Íslandi. Það eru einkaaðilar sem reka skipaiðnað í Hafnarfirði. Þeir starfrækja þar mjög góðan og merkilegan skipaiðnað en hann berst í bökkum og það er erfitt að reka slíka starfsemi.

Ég tel afar óeðlilegt að setja fjármagn frá ríkinu í þessa þurrkví í Vestmannaeyjum á þessum forsendum.