Hafnaáætlun 2001--2004

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 19:24:42 (8406)

2001-05-19 19:24:42# 126. lþ. 129.18 fundur 327. mál: #A hafnaáætlun 2001--2004# þál. 28/126, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[19:24]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. veit að mér er ákaflega mikið í mun að efla samstöðuna í stjórnarandstöðunni. Mér hefði aldrei komið til hugar að fara í þessar ræður mínar ef ég hefði vitað að það hefði raskað taugakerfi hv. þingmanna Vinstri grænna --- og ég tala nú ekki um hins virðulega formanns --- svo mjög. Ég ætla því ekki að hafa þessa ræðu lengri.