Textun íslensks sjónvarpsefnis

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 20:15:17 (8423)

2001-05-19 20:15:17# 126. lþ. 129.34 fundur 332. mál: #A textun íslensks sjónvarpsefnis# þál. 33/126, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[20:15]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. menntmn. um till. til þál. um textun íslensks sjónvarpsefnis.

Tillaga þessi til þingsályktunar var áður flutt á 122. og 125. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Studdist nefndin við umsagnir sem bárust um málið á 122. löggjafarþingi.

Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað eftir því sem við verður komið til hagsbóta fyrir heyrnardauft fólk sem við núverandi aðstæður á erfitt með að fylgjast með íslensku efni í sjónvarpi.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingu sem gerð er grein fyrir á þskj. 1329.

Menntmn. er einróma í afstöðu sinni til málsins.