Veiðar smábáta

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 21:18:21 (8439)

2001-05-19 21:18:21# 126. lþ. 129.97 fundur 578#B veiðar smábáta# (umræður utan dagskrár), SvH
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[21:18]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Þeir sem þekkja til afstöðu minnar til þessara mála vita að ég hef aldrei haft minnstu trú á því að ríkisstjórnin hætti við að setja þann herfjötur á smábáta sem stendur nú til að gera. Hvers vegna skyldi ég hafa verið sannfærður um það? Vegna þess að allan tímann síðan þessi ólög voru sett á hefur ekki verið að marka eitt einasta loforð eða orð sem stjórnarflokkarnir hafa sagt.

Sett var upp sáttaáætlun fyrir síðustu kosningar sem ekkert var nema blekking og kosningaáróður og gengið undir af öllum fjölmiðlum. Þetta var áróður Sjálfstfl. sem viðhaldið Framsókn gekk undir.

Við heyrðum í kvöld fréttir frá Færeyjum þar sem sjútvrh. og fleiri menn skýrðu frá því hvernig mál standa hjá þeim. Þeir höfðu þetta fiskveiðistjórnarkerfi sem við búum við í þrjú ár og brottkastið reyndist óbærilegt. Það lýstu því yfir að það væri komið í algera sjálfheldu. Þeir breyttu þess vegna til og brottkastið hvarf. Það eru engin 40 þús. tonn sem fleygt er. Það eru 140 þús. tonn. Þetta er mesti sóðaskapur sem nokkurn tíma hefur verið settur, mestu þrælalög og sóðaskapur sem til þekkist en hér er nóg af þingmönnum hvort heldur Samherja eða annarra stórgreifa.

Ég trúi því hins vegar að þessi gerð þeirra verði nagli í líkkistu þessa kvótakerfisandskota sem við búum við. Sjómenn munu ekki gefast upp. Þeir munu eflast í baráttunni og þeir munu brjóta af sér hlekkina.