Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 14:14:48 (110)

2000-10-05 14:14:48# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[14:14]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nú bara nota þetta tækifæri til að þakka hæstv. fjmrh. fyrir að taka undir þau orð sem ég lét hér falla um að lagfæra þetta óréttláta kerfi sem tekur, eins og í dæmi þeirrar konu sem ég nefndi áðan, meira til baka heldur en einstaklingurinn er að fá til leiðréttingar. Það hlýtur að vera nauðsynlegt að taka á því og ég fagna orðum hæstv. fjmrh. og ég treysti því og veit, því ég þekki hæstv. fjmrh. vel, ég veit að það er fullur vilji á bak við þessi orð og ég vonast til þess að þess sjái stað þegar umfjöllun um þetta fjárlagafrv. lýkur, að þá hafi orðið eða a.m.k. sé í fæðingu leiðrétting á þessum málum.