Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 15:14:42 (125)

2000-10-05 15:14:42# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[15:14]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir leitt ef mér hefur láðst að andmæla þessari 15 milljarða kr. upphæð, ég man nú ekki eftir því að hún hafi komið fram í ræðu þingmannsins en ég andmæli henni þá nú, ef það er krafan sem liggur á borðinu til að taka afstöðu til. En ég hygg nú ekki að svo sé reyndar, ég held að þetta séu allt aðrar tölur sem menn eru að togast á um í því sambandi.

Ég vil líka hafa þann fyrirvara á því sem ég sagði hér um niðurgreiðslu á rafhitun að ég kannast ekki við að þar skorti einhverjar 300 eða 350 millj. kr. Ég held að við þurfum að fara mun betur ofan í saumana á þessum tölum áður en lengra er haldið og áður en menn skrifa upp á slíkar hækkanir í fjárlögunum. En það liggur fyrir ákveðin áætlun um þessi mál og ég veit ekki annað en að allra hugur standi til þess að standa við hana og fara eftir henni.