Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 15:45:04 (136)

2000-10-05 15:45:04# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta frv. er ekki orðið að lögum. Eins og ég sagði áðan er ekki búið að ganga frá málinu, þetta er einn af þeim endum sem eru lausir og eftir er að hnýta. Eins og hv. þm. man áreiðanlega manna best var í lögunum um húsnæðismál ákvæði um að næstu tvö ár yrði óbreytt fyrirkomulag á aðstoð ríkisins til leiguíbúða. Innan þess tíma yrði samið við sveitarfélögin um frambúðarfyrirkomulag. Þeir samningar standa yfir en þeim er ekki lokið.