Ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:18:30 (196)

2000-10-09 15:18:30# 126. lþ. 5.1 fundur 29#B ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hæstv. forsrh. telur ekki tilefni til stóryrða. Hér eru á ferðinni stórir og alvarlegir atburðir. Níutíu einstaklingar hafa verið myrtir á yfirvegaðan hátt. Á þriðja þúsund manns eru í valnum sárir. Og ísraelska stjórnin hefur í hótunum um að fara með her gegn palestínsku þjóðinni ef hún sýnir ekki skilyrðislausa hlýðni og undirgefni.

Mér finnst það grundvallaratriði og lágmarkskrafa á hendur íslenskum stjórnvöldum að send verði harðorð mótmæli og að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna beitum við okkur fyrir því að fram fari fjölþjóðleg rannsókn á ofbeldinu. Síðan eigum við að beita okkur fyrir því á sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar lýsi því yfir að Palestínumönnum verði veitt vörn gegn ofbeldishernum.