Ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:19:46 (197)

2000-10-09 15:19:46# 126. lþ. 5.1 fundur 29#B ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Íslenska ríkisstjórnin mun leggja þeim öflum lið sem reyna að stuðla að friði í þessari viðkvæmu deilu. Það gerum við með öllum okkar þunga. En við erum ekki að reyna að leika stærri hlutverk heldur en við getum leikið í þessum efnum.

Ég tel að menn geti algjörlega lýst skoðunum sínum á atburðum af þessu tagi, jafnalvarlegum atburðum og hér er um að ræða, án þess að grípa til sérstakra stóryrða. Ég held að menn geti alveg skilið tilfinningar manna og hugsanir án þess að þeim þurfi að lýsa með stóryrðum.