Ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:20:22 (198)

2000-10-09 15:20:22# 126. lþ. 5.1 fundur 29#B ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:20]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil bara vekja athygli á því að ríkisstjórnin hefur oft séð ástæðu til að hafa uppi stóryrði og hefur tekið mjög afdráttarlausa afstöðu á alþjóðavettvangi. Stundum hefur mönnum þótt hún vera reiðubúin að leika allstórt hlutverk og vísa ég þar til Balkanskagans. Vísa ég þar til þess sem er að gerast í Írak þar sem við leggjum blessun okkar --- eða öllu heldur ríkisstjórnin því að ég geri það ekki --- leggur blessun sína yfir aðgerðir sem kostað hafa hálfa aðra milljón manna lífið. Og 500 þús. börn hafa sannarlega látið lífið af völdum aðgerða sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt blessun sína yfir og stutt.

Ég vil bara vekja athygli á því að Íslendingar hafa verið reiðubúnir að leika sín stóru hlutverk og þau eru því miður ekki alltaf til eftirbreytni.