Úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:24:48 (201)

2000-10-09 15:24:48# 126. lþ. 5.1 fundur 30#B úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:24]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Svarið við spurningu hv. þm. er já. Það verður unnið að þessari skýrslu í vetur og það verður hægt að gera hana opinbera áður en þingi lýkur í vor ef allt gengur að óskum. Hv. þm. veit jafn vel og ég hvers vegna málinu er ekki lokið nú á þessari stundu. Það er vegna þess að mikla fjármuni kostar að fara í þessa vinnu og Samkeppnisstofnun átti ekki þá fjármuni á fjárlögum þessa árs. Engu að síður höfum við séð til þess í viðskrn. að vinnan hefst í ár og síðan eins og hv. þm. hefur eflaust tekið eftir þá eru fjármunir í fjárlagafrv. fyrir næsta ár sem mjög nákvæmlega er tilgreint um að skuli fara til þessa verkefnis.

Álitið er að heildarvinna við skýrslugerðina kosti um 14 millj. kr. og þess vegna er málið nú ekki komið lengra en raun ber vitni á þessari stundu. En ég er mjög ánægð með að þessir fjármunir eru inni í fjárlagafrv. þar sem með því sýnist mér verða hægt að standa við það sem ég sagði í vor áður en þingi lauk, þ.e. að þessari vinnu ljúki áður en þingið fer heim í vor.