Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 17:14:49 (246)

2000-10-09 17:14:49# 126. lþ. 5.9 fundur 8. mál: #A dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum# (breyting ýmissa laga) frv., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[17:14]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það var ræða hæstv. ráðherra sem fékk mig til þess að biðja um orðið. Mér þykir hafa orðið breyting á stjórn þeirrar lánastofnunar sem hér er til umræðu, Landsbankans, ef hæstv. ráðherra fær ekkert að vita af því ef þar stendur til að taka mjög stórar ákvarðanir.

[17:15]

Ég spyr og bið um að fá á því staðfestingu hvort hæstv. núv. bankamálaráðherra sé fyrstur ráðherra hafður út undan hvað það varðar að fylgjast með því sem er að gerast hjá þessari lánastofnun. Ég tel að það geti ekki verið öðruvísi en þannig að ráðherra sem fer með ábyrgð af því tagi sem þarna er um að ræða hljóti eðli máls samkvæmt að fá upplýsingar og það þurfi að gera ráðherra grein fyrir því hvað er að gerast þegar bankinn er að taka mjög alvarlegar ákvarðanir í stórum málum. Ég þykist vita að það muni nú varla vera undantekningar frá því að bankamálaráðherra sé gerð grein fyrir því þegar bankinn ræðst í miklar og mikilsverðar fjárfestingar.

Ég vonast til þess að hæstv. ráðherra gefi svar við því mjög skýrt og ákveðið hvort gengið sé fram hjá ráðherra í því tilfelli sem hér var til umræðu.