Stefna Íslands í alþjóðasamskiptum

Þriðjudaginn 10. október 2000, kl. 15:23:00 (287)

2000-10-10 15:23:00# 126. lþ. 6.4 fundur 4. mál: #A stefna Íslands í alþjóðasamskiptum# þál., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér er nær að halda að innan Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs ríki hræðsla við það að umræðan um Evrópumálin á Íslandi og væntanlega nánara samstarf við Evrópusambandið, sem færi lýðræðislega fram bæði á hinu háa Alþingi og úti í samfélaginu, gæti leitt til niðurstöðu sem vinstri grænum líkaði ekki. (Gripið fram í.) Það skyldi þó aldrei vera að slík hræðsla ríki í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði? (Gripið fram í.) Ég vil líka upplýsa hv. þm. Árna Steinar Jóhannsson --- það er eiginlega hvimleitt, forseti, hvernig menn grípa sýknt og heilagt fram í fyrir manni þegar maður er í ræðustól hins háa Alþingis --- ég vil upplýsa hv. þm. um að ég gef mér ekki þessa niðurstöðu af vinnu Samfylkingarinnar fyrir fram.