Stefna Íslands í alþjóðasamskiptum

Þriðjudaginn 10. október 2000, kl. 17:56:02 (335)

2000-10-10 17:56:02# 126. lþ. 6.4 fundur 4. mál: #A stefna Íslands í alþjóðasamskiptum# þál., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 126. lþ.

[17:56]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð talar fyrir breytingum í íslensku efnahagskerfi á alþjóðavettvangi, róttækum breytingum. Ég frábið mér þannig þessa einkunnagjöf hv. þm. sem kallar okkur einangrunarsinna og slengir á okkur alls kyns hugtökum. En hann hrósar okkur þó fyrir eitt, að tala skýrt, að segja hver afstaða okkar er í þessu máli.

Ég spyr um það eitt: Hver er afstaða hv. þm. Ágústs Einarssonar og hans flokks til þessa máls? Við vitum hvernig hann vill standa tæknilega að málinu, hvernig á að fara að því að taka ákvörðun, hvort um það eigi að vera þjóðaratkvæðagreiðsla, ein eða tvær. Við vitum þetta, en hver er afstaða Samfylkingarinnar til þessa máls? Það gengur ekki, hv. þm. Ágúst Einarsson, að vera opinn í báða enda.