Svör frá ráðherrum

Miðvikudaginn 11. október 2000, kl. 13:53:13 (365)

2000-10-11 13:53:13# 126. lþ. 7.93 fundur 43#B svör frá ráðherrum# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 126. lþ.

[13:53]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég vil beina því til hæstv. forseta að hann sjái til þess að fram fari umræða hér í þinginu um störf þingsins. Hæstv. utanrrh. og formaður Framsfl. hefur lýst því yfir að hann telji mikillar undirbúningsvinnu þörf til að ráðherrar geti svarað þeim spurningum sem fyrir þá voru lagðar í undangenginni viku. Í þessum spurningum er vissulega spurt um ýmis tæknileg atriði en það er spurt um pólitíska stefnu og pólitíska stefnumótun og ætlast er til þess að menn kunni skil á eigin pólitík og geti gert þinginu grein fyrir þeirri pólitík án mikils fyrirvara.

(Forseti (GuðjG): Forseti ætlast þá líka til þess að hv. þingmenn kunni skil á því hvenær verið er að ræða um störf þingsins og hvenær athugasemd um fundarstjórn forseta. Forseti hefur þegar getið þess að hann muni bera athugasemdir hv. 4. þm. Reykn. inn á næsta fund forsn. og verða þær teknar þar til umræðu.)