Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 11. október 2000, kl. 14:03:14 (368)

2000-10-11 14:03:14# 126. lþ. 7.1 fundur 63. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 126. lþ.

[14:03]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Eins og kom fram hjá hæstv. iðn.- og viðskrh., Valgerði Sverrisdóttur er ýmislegt gott verið að gera og margt í farvatninu en betur má ef duga skal. Opinberum störfum fækkar sífellt á landsbyggðinni en þeim fjölgar aftur á móti á höfuðborgarsvæðinu. Ég vek athygli á því að nánast öll miðvinnsla bankanna er flutt til Reykjavíkur sem gæti alveg eins verið úti á landi. Með þeirri miðvinnslu flyst þekking sem tapast aftur á móti á landsbyggðinni. Íslandspóstur hefur fækkað mjög mikið starfsmönnum og gert þjónustuna þar af leiðandi ekki nægilega góða fyrir landsbyggðina. Gagnaflutningurinn þarf að vera á sama verði ef þjónustan á að geta verið góð eins og gert var þegar landið var gert að einu gjaldsvæði í almennri símaþjónustu. Eins þarf það að vera með gagnaflutningana.