Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 11. október 2000, kl. 14:09:37 (373)

2000-10-11 14:09:37# 126. lþ. 7.1 fundur 63. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., EMS
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 126. lþ.

[14:09]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Í upphafi er rétt að fagna þeirri viðleitni sem hæstv. iðnrh. hefur sýnt í því verkefni að reyna að færa verkefni til landsbyggðarinnar. Hins vegar er árangurinn lítill og er rétt að taka undir það líka með hæstv. ráðherra.

Hins vegar er það athyglisvert sem kemur fram í máli hæstv. ráðherra varðandi útboðið og þá tregðu sem hefur valdið því að fara með verkefni til einkaaðila. Ég vil í þessu samhengi rifja upp orð hæstv. utanrrh. sem hann lét falla þegar opnuð var starfsstöð Íslenskrar miðlunar á Stöðvarfirði um miðjan ágústmánuð 1999 en þá sagði hæstv. utanrrh. m.a.:

,,Það eru miklir möguleikar á því sviði að ríkisstofnun geti keypt þjónustu, fækkað störfum t.d. á Reykjavíkursvæðinu og fjölgað úti á landi með þessum hætti.``

Herra forseti. Er það rétt skilið hjá mér að hæstv. ráðherrar séu nýbúnir að uppgötva þetta ákvæði um 3 millj. á þriggja ára tímabili?