VÞV fyrir DO

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 10:32:46 (411)

2000-10-12 10:32:46# 126. lþ. 9.93 fundur 50#B varamenn taka þingsæti#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[10:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hafa svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþm. Samfylkingarinnar í Vesturl., Hólmfríður Sveinsdóttir deildarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm.

Þetta tilkynnist hér með, herra forseti.

Gísli S. Einarsson, 5. þm. Vesturl.``

Meðfylgjandi er bréf 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Vesturl. sem getur þess að vegna sérstakra anna geti hún ekki tekið sæti hv. 5. þm. Vesturl.

Annað bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. á Vestf., Ragnheiður Hákonardóttir bæjarfulltrúi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta tilkynnist hér með, herra forseti.

Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf.``

Þriðja bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér að vísa til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykv., Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm.``

Þetta tilkynnist hér með, herra forseti.

Ásta Möller, 19. þm. Reykv.

Enn fremur er fyrirliggjandi bréf Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, 1. varaþm. Sjálfstfl. þar sem hann tilkynnir að hann geti ekki að sinni tekið sæti Ástu Möller.

Kjörbréf Hólmfríðar Sveinsdóttur, Ragnheiðar Hákonardóttur og Stefaníu Óskarsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þær hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.