Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 12:00:18 (442)

2000-10-12 12:00:18# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., GuðjG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[12:00]

Guðjón Guðmundsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta kalla ég nú ekki að bera af sér sakir, enda bar ég engar sakir á hv. þm. Ég var aðeins að vekja athygli á því að mér finnst það ekki maklegt að vera að velta mönnum upp úr því að þeir séu ekki staddir hér í þingsalnum þegar þeir ætla sér ekki að taka þátt í umræðum og vitað er að menn eru í stórum stíl að fylgjast með umræðum á skrifstofum sínum.

Ég er hins vegar sammála hv. þm. í því að forsvarsmenn nefnda ættu að vera hérna, en hv. þm. gerði sig sekan um það áðan að tala um hversu margir stjórnarsinnar og hversu margir stjórnarandstæðingar væru í húsinu, ekki bara úr viðkomandi nefndum. En ég er sammála hv. þm. að forsvarsmenn viðkomandi nefna ættu að vera viðstaddir umræður. Þar erum við sammála.