Almannatryggingar

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 17:09:28 (510)

2000-10-12 17:09:28# 126. lþ. 9.7 fundur 26. mál: #A almannatryggingar# (tekjutenging bóta) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[17:09]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill áður en þessari umræðu er fram haldið koma á framfæri tilkynningu og leiðrétta rangfærslur sem hann gerðist sekur um hér um hádegisbil í dag. Það var vegna óska hv. þingmanna um viðveru hæstv. utanrrh. við 5. og 6. dagskrármálið. Forseta bárust þá þær upplýsingar að hæstv. utanrrh. væri erlendis. Það hefur komið á daginn að það er rangt. Rétt skal vera rétt. Hann er á landinu. Þessu vildi forseti koma á framfæri. Forseti vill alls ekki verða uppvís að því að bera þingheimi rangar upplýsingar. Þessi leiðrétting er því rétt fram komin á réttum stað.