Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 15:03:35 (523)

2000-10-16 15:03:35# 126. lþ. 10.92 fundur 53#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[15:03]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Áður en gengið verður til dagskrár fer fram utandagskrárumræða um sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Það er hv. þm. Össur Skarphéðinsson sem er málshefjandi. Viðskrh. Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Forseti vill geta þess að að aflokinni utandagskrárumræðu er áformað að atkvæðagreiðslur fari fram.