Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 18:02:16 (575)

2000-10-16 18:02:16# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[18:02]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar því að rétt er að hér höfðu tveir þingmenn Sjálfstfl. tjáð sig um málið en ekki einn. En nú talaði hins vegar flokkurinn. Það kom í ljós, virðulegi forseti, að það fór eins og ég hélt að það mundi ekki fara, að flokkurinn og vinstri grænir eru nokkurn veginn samstiga í afstöðu sinni. Hvorugur telur tímabært að gera á þessu neinar breytingar. Og skiptir þá ekki máli hvað tveir ágætir þingmenn Sjálfstfl. hafa sagt, flokkurinn hefur talað.

Mér finnst það mjög miður, virðulegi forseti, að hæstv. sjútvrh. skuli ekki telja nauðsynlegt að taka þessi mál a.m.k. til skoðunar núna fjórum árum eftir að síðustu breytingar voru gerðar eins og hæstv. utanrrh. sagði. Það fór ekki á milli mála að hæstv. utanrrh. taldi tímabært og meira en tímabært að taka þetta mál til skoðunar og er þá sammála okkur í Samfylkingunni. En enn einu sinni gerist það að ,,Flokkurinn,`` með stórum staf, hefur talað og hjartað hans slær vinstra megin grænt og það er merkilegt.