Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 18:41:26 (590)

2000-10-16 18:41:26# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[18:41]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er kannski ein skýring á því að hv. þm. Lúðvík Bergvinssyni finnst ræða mín vera undarleg að hann stendur heils hugar á bak við það nál. sem hann skrifaði undir. Þannig eiga menn auðvitað að standa að málum. Ég vona innilega að áhyggjur mínar af því að Samfylkingin muni ekki standa við þá sátt sem þarna náðist reynist vera ástæðulausar. Eins og ég segi mun vonandi gefast tækifæri fyrir okkur til að komast að því þegar lengra líður á þingið ef okkur tekst að leggja fram frv. til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða á þessu þingi.