Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 19:27:13 (609)

2000-10-16 19:27:13# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[19:27]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er óþarfi að karpa meira um þetta. Fyrir liggur hvert erindið var sem nefndin fékk og það liggur líka fyrir að nefndin kaus að líta fram hjá því að hluta ef marka má ummæli tveggja þingmanna sem voru í nefndinni. Skýrsla auðlindanefndar liggur fyrir og er til umfjöllunar en hún er auðvitað bara skýrsla auðlindanefndar. Hún er ekki skýrsla neinna annarra. Nú taka aðrir við þeirri skýrslu og fara um hana höndum og ræða það sem í henni er. Við vitum ekkert um niðurstöðu á því á þessu stigi hvað það kann að leiða til varðandi þau mál sem skýrslan tekur til. Það er því ekki ástæða til að gera meira úr þeirri niðurstöðu sem auðlindanefnd hefur komist að en efni standa til.