Landmælingar og kortagerð

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 14:06:58 (623)

2000-10-17 14:06:58# 126. lþ. 11.6 fundur 75. mál: #A landmælingar og kortagerð# (stjórn og verkefni Landmælinga Íslands) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[14:06]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil enn á ný vekja athygli á því hver þessi stjórnskipulega staða er. Varðandi stofnanir sem heyra beint undir ríkið er það ekki þannig að forstjórunum sé það í sjálfsvald sett heldur heyra þær í rauninni mjög beint undir Alþingi og undir ákveðin lög. Því er mjög mikilvægt að þarna sé ekki ógreinileg, framkvæmdaleg, fjármunaleg og stjórnunarleg ábyrgð. En hitt er svo annað mál, eins og hv. þm. kom inn á, að með ráðgefandi nefndir og ráðgefandi ráð til stuðnings, það er svo aftur matsatriði hverju sinni og þær nefndir geta haft völd og áhrif þó að það sé ekki bundið í stjórnskipuninni.