Landmælingar og kortagerð

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 14:07:54 (624)

2000-10-17 14:07:54# 126. lþ. 11.6 fundur 75. mál: #A landmælingar og kortagerð# (stjórn og verkefni Landmælinga Íslands) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[14:07]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég minni á að ýmsar stofnanir hafa stjórnir þó að þær tilheyri þessum flokki. Sjúkrastofnanir hafa t.d. stjórnir og þær hafa mikil ráð. Það eru ekki forstjórarnir sem ráða þar fullkomlega ferðinni. Það er því ekki með þessum hætti að þetta sé einhlítt og ég held heldur ekki að það eigi að vera það. Það er á hv. Alþingi sem menn eiga að taka ákvarðanir um það hvernig þessum hlutum er fyrir komið í einstökum tilfellum ef menn telja það skynsamlegt en ég tel ekki að það eigi að halda sig við einhvern lagabókstaf sem blífur yfir allt enda gerir hann það ekki í dag.