Meðferð opinberra mála

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 16:10:50 (660)

2000-10-17 16:10:50# 126. lþ. 11.9 fundur 20. mál: #A meðferð opinberra mála# (skýrslutaka af börnum) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[16:10]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Samt sem áður segir í grg. með frv. þessu að það þurfi að tryggja rekstur Barnahússins og að það verði aðalvettvangur fyrir rannsóknir og dóma í slíkum málum.

Hv. þm. talar um misskilning. Ég verð að segja að mér finnst misskilningurinn einkum og sér í lagi liggja í flutningi þessa frv. Eins og ég sagði efast ég ekki um góðan tilgang þeirra sem flytja þetta frv. en það leiðir hins vegar ekki til góðrar niðurstöðu í reynd. Ég bendi á, af því að hv. 1. flm. vitnar til þeirra landa sem við berum okkur helst saman við, að fyrir skömmu var máli í Danmörku vísað frá og maður sýknaður um alvarleg kynferðisafbrot gagnvart barni vegna þess að ekki var tekið mark á segulbandsupptökum lögreglunnar fyrir dómi.