Meðferð opinberra mála

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 16:20:44 (663)

2000-10-17 16:20:44# 126. lþ. 11.9 fundur 20. mál: #A meðferð opinberra mála# (skýrslutaka af börnum) frv., GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[16:20]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það væri mjög gott ef við fengjum bráðlega að sjá og sérstaklega í vinnu hjá nefndinni hvernig þessar leiðbeinandi reglur eru. Það er mjög mikilvægt að þær komi þá fram þannig að við getum kallað eftir þeim þegar við fjöllum um málið í allshn. Eins og ég segi: Númer eitt, tvö og þrjú þarf að hafa hagsmuni barnanna í fyrirrúmi. Kannski endar það með því að valin verður sú tæknilausn sem bæði var rætt um á fundi með dómurum í Reykjavík og dómstjóri Reykjaness nefndi. Fínt, ef það leysir málin.