Meðferð opinberra mála

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 17:28:18 (677)

2000-10-17 17:28:18# 126. lþ. 11.9 fundur 20. mál: #A meðferð opinberra mála# (skýrslutaka af börnum) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[17:28]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel rétt að upplýsa það, sem ég hélt að hv. flutningsmönnum þessa frv. væri kunnugt um, að í tilkynningu dómstólaráðs nr. 2/2000, frá 28. sept., segir í lokin að skýrslutökur af börnum 14 ára og eldri fari fram í dómsal nema dómari telji heppilegt af sérstökum ástæðum, t.d. vegna þroska barns, að skýrslan verði tekin í sérútbúnu skýrslutökuherbergi í húsnæði dómstóls eða annars staðar, að skýrslutökur af yngri börnum en 14 ára fari fram í sérútbúnu skýrslutökuhergi í húsnæði dómstóls eða Barnahúsi. Dómari getur t.d. ákveðið að skýrslutaka fari fram í Barnahúsi ef fyrir liggur að barnið þurfi að gangast undir læknisrannsókn sem þar getur farið fram.

Þetta var samþykkt á fundi dómstólaráðs 28. sept. sl.