Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 17:58:26 (688)

2000-10-17 17:58:26# 126. lþ. 11.11 fundur 12. mál: #A uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs# þál., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[17:58]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Mér er fullkunnugt um að í lögum er bannað að segja upp barnshafandi konum, það er hárrétt. Ef við hins vegar hugsum okkur til þess að gera stórt fyrirtæki sem einstaklingur á og stjórnar sé ég ekki alveg fyrir mér að setja beinlínis lög um það að hann sé skikkaður til að hafa samsetningu starfsmanna með einhverjum ákveðnum hætti. Mér finnst sjálfum að einstaklingar í rekstri eigi að geta ráðið þessu. Mér finnst þessu öðruvísi farið t.d. með ríkisfyrirtæki. Þar gætum við alveg skikkað menn í þessum efnum. En ef um einkafyrirtæki er að ræða finnst mér að fólki sem rekur slík fyrirtæki ætti að vera nokkuð frjálst um það hvernig starfsfólk það er með. En ég er mjög sammála því að við þurfum að gjörbreyta þessum hugsunarhætti í þjóðfélagi okkar. Það er mjög nauðsynlegt og ég ímynda mér að á þeim nótum hugsi hv. 13. þm. Reykv. þessi mál. Hann vill í raun og veru breyta þessum hugsunarhætti. Ég sé ekki alveg hvernig hann getur skikkað frjálsa einstaklinga sem eiga fyrirtæki sín. Þeir hljóta nokkuð að eiga að fá að ráða hvernig samsetning starfsfólksins er.