Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 18:02:41 (691)

2000-10-17 18:02:41# 126. lþ. 11.11 fundur 12. mál: #A uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs# þál., DrH
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[18:02]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Það hefur oft orðið einhver misskilningur á milli okkar hv. þm. Ísólfs Gylfa Pálmasonar. Ég held að ég hafi einmitt sagt í máli mínu að erfitt væri að stjórna því hvernig einkareksturinn hefur það. Mér er alveg fullkunnugt um það. Það sem ég vildi leggja áherslu á var að þegar fólki væri sagt upp störfum væri það gert af ríkri ástæðu vegna vanhæfni í starfi en ekki vegna aldurs. Ég vildi að það kæmi skýrt fram.