Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 18:20:41 (696)

2000-10-17 18:20:41# 126. lþ. 11.11 fundur 12. mál: #A uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs# þál., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[18:20]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Ég kem upp fyrst og fremst til að taka undir sjónarmið hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég er hjartanlega sammála henni um að brýnt er að tryggja starfsöryggi fatlaðra og þeir séu ekki látnir gjalda fötlunar sinnar á vinnustað þegar hagræðing er annars staðar eða breytingar á starfsemi. Ég tek undir það og fyndist vel koma til álita að þau mál yrðu skoðuð samhliða því starfi sem fer vonandi í hönd til að tryggja réttindi starfsmanna sem komnir eru um og yfir miðjan aldur og eru látnir gjalda aldurs síns í starfi. Ég tek undir þessi viðhorf og tel að með einum eða öðrum hætti, eins og þar er sagt, verði að tryggja réttindi þeirra. Ég tek undir þau sjónarmið um leið og ég legg til að þessari tillögu verði vísað til allshn.