Skipun hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 13:50:02 (711)

2000-10-18 13:50:02# 126. lþ. 13.1 fundur 32. mál: #A skipun hæstaréttardómara# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[13:50]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Það ber að harma að hæstv. dómsmrh. skuli ekki hafa nýtt það tækifæri sem hér gafst til þess að fjölga konum í Hæstarétti. Hæstarétti ber að vera sem bestur spegill þjóðarinnar. Við höfum líka það markmið að auka hlut kvenna í stjórnum og ráðum og sé við ráðningu í ný embætti hægt að ráða konu í stað karls með sömu hæfileika, þá ber að gera það. Ég harma þessa ákvörðun hæstv. dómsmrh. og að hún skuli ekki hafa nýtt sér þetta tækifæri.