Umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 14:07:42 (719)

2000-10-18 14:07:42# 126. lþ. 13.2 fundur 39. mál: #A umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[14:07]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Aðeins um þá fyrirspurn sem hér hefur verið lögð fram þá er ég eiginlega hissa á seinni spurningunni sem þarna kemur fram vegna þess að ríkisstjórnin hefur nýlega brugðist við á mjög faglegan hátt á sviði þessara mála, þ.e. að fjölga og búa til 20 pappírslöggur til umferðarátaks. Að vísu var þremur löggunum stolið strax fyrstu nóttina en það er nú annar handleggur. Sumir héldu að það væri niðurskurður Hafnarfjarðarlögreglunnar um 1,7% sem boðaður var í fjárlagafrv. og Hafnarfjörður hafi þá strax tekið niður þrjár löggur.

En ég held að þetta sé nákvæmlega það sem er í hnotskurn, það sem sýslumaðurinn í Borgarnesi segir í Dagblaðinu í dag þar sem hann óskar eftir auknu fé til umferðaröryggismála, þá er honum boðaður niðurskurður upp á 1,7%, og sýslumaðurinn í Borgarnesi svarar því akkúrat þannig, með leyfi forseta:

,,Ætli við fáum ekki bara pappalöggur.``