Atvinnumöguleikar kvenna í fiskvinnslu

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 15:06:08 (745)

2000-10-18 15:06:08# 126. lþ. 13.7 fundur 64. mál: #A atvinnumöguleikar kvenna í fiskvinnslu# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[15:06]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Nefndin sem hér um ræðir hefur ekki verið skipuð og þar af leiðandi liggja ekki fyrir neinar niðurstöður úr starfi hennar. Nefndin mun hins vegar verða skipuð í dag og mun formaður nefndarinnar verða Ásgerður Halldórsdóttir viðskiptafræðingur og með henni í nefndinni munu starfa Hulda Lilliendahl, starfsmaður sjútvrn., og Ármann Kr. Ólafsson aðstoðarmaður.

Ég vil að lokum þakka fyrirspyrjanda fyrir að minna mig á þessa nefnd og vonast til að geta rætt þetta málefni á þessum vettvangi síðar.