Atvinnumöguleikar kvenna í fiskvinnslu

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 15:06:46 (746)

2000-10-18 15:06:46# 126. lþ. 13.7 fundur 64. mál: #A atvinnumöguleikar kvenna í fiskvinnslu# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[15:06]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Það var ekki seinna vænna að spyrja hæstv. sjútvrh. um nefndina en það er ýmislegt sem bendir til þess að huga þurfi sérstaklega að stöðu kvenna í fiskvinnslunni, starfsþjálfun þeirra og öðru sem sérstaklega varðar þá miklu tæknivæðingu sem orðið hefur.

Í eina tíð áttu flæðilínurnar að bjarga öllu en rannsóknir hafa leitt í ljós að þær gerðu störf kvenna í fiskvinnslunni einhæfari. Þetta hefur m.a. komið fram í rannsókn sem Hulda Ólafsdóttir gerði þegar hún vann hjá Vinnueftirlitinu. Betri og fullkomnari tækni hefur heldur ekki orðið til þess að konur hafi hlotið meiri framgang innan fyrirtækjanna að því er virðist. Flestar þeirra vinna enn á gólfinu og fæstar þeirra eru verkstjórar. Það gleður mig að hæstv. ráðherra skuli hafa skipað nefndina í dag og ég vona að hún skili niðurstöðum sem fyrst.