BjörgvS fyrir MF

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 10:32:26 (769)

2000-10-19 10:32:26# 126. lþ. 14.93 fundur 58#B BjörgvS fyrir MF#, Forseti ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[10:32]

Forseti (Árni Steinar Jóhannsson):

Borist hafa svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþm. Samfylkingar í Suðurl., Björgvin G. Sigurðsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl.``

,,Það tilkynnist hér með að undirrituð getur ekki vegna anna tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur í fjarveru hennar nú á haustdögum.

Selfossi, 18. október 2000.

Virðingarfyllst,

Katrín Andrésdóttir.``

Björgvin G. Sigurðsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.