Umgengni um nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 14:28:07 (814)

2000-10-19 14:28:07# 126. lþ. 14.1 fundur 119. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[14:28]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er auðvitað ákveðin nálgun á umræðunni hjá hv. þm. og ekkert við því að segja. Það kom hins vegar hér upp í umræðunni og eru rök fyrir því hjá ákveðnum þingmönnum að við eigum að taka upp annað fiskveiðistjórnarkerfi, að brottkast sé svo mikið í kerfinu eins og það er núna. Hv. þm. verður bara að afsaka það við ráðherrann þó hann reyni að svara öðrum þingmönnum líka en ekki bara honum.