Umgengni um nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 14:29:59 (816)

2000-10-19 14:29:59# 126. lþ. 14.1 fundur 119. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[14:29]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Eins og reyndar kom fram hjá hv. þm. hlyti meðaflinn að vera eitthvert tiltekið magn í upphafi jafnvel þótt það væri mælt í prósentum af einhverri upphæð. Hann var að miða það við eitthvert tiltekið brottkast, en við vitum hins vegar ekki hversu mikið brottkastið er, það er því erfitt að útfæra það. Að mér læðist sá grunur að jafnvel þótt við gerðum þetta mundi brottkastið eins og það er í dag jafnvel bara bætast ofan á og þá væri verr af stað farið en heima setið, því við værum þá búin að veiða meira en við hefðum ætlað okkur í upphafi.