Mælistuðlar í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 15:20:54 (830)

2000-10-19 15:20:54# 126. lþ. 14.3 fundur 29. mál: #A mælistuðlar í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla# þál., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[15:20]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að nánast sé útilokað vegna eftirlitsþáttarins að vera með mismunandi slægingarstuðla eftir landshlutum. Hins vegar væri mögulegt að hafa mismunandi slægingarstuðla eftir árstíðum en það hefur líka erfiðleika í för með sér og snýst þá m.a. um það á hvaða formi úthlutunin á afla er. En auðvitað er ekkert í því sem ekki má breyta.

Ég hef ekki séð, a.m.k. sem komið er, að breytingar í þessa veru mundu raunverulega gera stöðuna eitthvað betri en hún er í dag. Það væri enn þá um að ræða að menn væru með meðaltöl og ég þarf talsvert betri rökstuðning en ég hef fengið hingað til til þess að telja ástæðu til að leggja þetta til.