Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:13:20 (867)

2000-10-19 18:13:20# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., Flm. HólmS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:13]

Flm. (Hólmfríður Sveinsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Stefaníu Óskarsdóttur fyrir gott innlegg. Ég tel mig þekkja öll þau verkefni sem hún taldi upp hér, alla vega allflest. Ég er þó ósammála því þegar hún segir að þessi tillaga sé óþörf. Það rökstyð ég með því að hér er ég og samflutningsmenn mínir að tala um yngri hópana. Í þeim verkefnum sem komin eru af stað nú þegar, sem er gott, er einblínt á eldri nemendur. Það er ekki það sem við þurfum að gera. Vissulega þarf líka að sinna því starfi en við þurfum að grípa inn í fyrr á aldursskeiði fólks.