Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:15:37 (869)

2000-10-19 18:15:37# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:15]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það hefur oft gerst í umræðum um menntamál á hv. Alþingi að fulltrúar Sjálfstfl. koma og segja: ,,Þetta er óþarfi. Þetta er allt í svo fínu lagi hjá okkur. Þið þurfið ekkert að vera að fytja þessar tillögur. Það er alveg rétt sem þið segið, en þetta er bara í svo fínum gangi hjá okkur að það þarf ekkert að vera að samþykkja þessar tillögur ykkar.``

Herra forseti. Ég hef orðið fyrir þessu. Ég hef verið að flytja hér fínustu mál og þá hafa menn komið hér, ráðherrann stundum sjálfur, stundum aðrir með honum, og stappað framan í mig og skilaboðin: ,,Burt af minni torfu. Um þetta sé ég sjálfur.`` Og það er nákvæmlega þetta sem mér finnst vera að gerast núna. Mér finnst að hv. þm. 19. Reykv. komi hér og flytji beinlínis þau skilaboð sem oft hafa verið flutt áður, og það kemur mér svolítið á óvart. Ég er nefnilega á þeirri skoðun að það eina sem gæti bent til þess að óþarft væri að fela hæstv. menntmrh. að gera það sem hann á að gera varðandi þetta mál, er að þó það væri samþykkt þá myndi hann gera það bæði illa og seint.