Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:20:53 (874)

2000-10-19 18:20:53# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., SÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:20]

Stefanía Óskarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fyrir að benda á að það geti nú verið varasamt að skipa nefndirnar því eins og hún sagði þá eru margar nefndirnar en litlar efndirnar. Það er nú oft þannig. Þess vegna tel ég að málum sé ágætlega fyrir komið eins og þeim er háttað í dag. Við höfum hér á ferðinni samstarf margra aðila í þjóðfélaginu. Við erum að tala um flest ráðuneyti. Við erum að tala um samstarf við einkafyrirtæki og stofnanir. Ég sé því ekki annað en að hér sé bara allt í góðum gangi svo ég taki þá undir svokölluð orð menntmrh.