Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:36:31 (881)

2000-10-19 18:36:31# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., Flm. HólmS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:36]

Flm. (Hólmfríður Sveinsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins segja tvennt. Það er ástæða fyrir öllum hlutum. Ástæða er fyrir því að það er kynbundinn munur í upplýsingatækni. Við vitum kannski ekki í dag hverjar þær ástæður eru en við þurfum að finna þær. Fyrr er ekkert hægt að gera í málunum.

Hv. þm. Ragnheiður Hákonardóttir talaði um rannsóknir á fámennum hópi. Það er því miður ekki rétt að svo sé því þetta eru ekki bara rannsóknir sem ég er að vitna í heldur eru tölurnar sem ég bar upp áðan staðreyndir úr skólakerfinu. Svo einfalt er það.