Þjóðarleikvangar

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:48:47 (885)

2000-10-19 18:48:47# 126. lþ. 14.14 fundur 106. mál: #A þjóðarleikvangar# þál., Flm. PM
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:48]

Flm. (Páll Magnússon):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni stuðninginn við þetta mál. Ég get tekið undir það með honum að það eru vonbrigði að ekki skuli hafa verið gert meira með tillögur nefndar sem skilaði af sér 1997. Það kom skýrt fram með samþykkt þáltill. sem var undanfari þeirrar nefndar að vilji þingsins stóð til að efla íþróttastarf en ekki eingöngu að fá fram tillögur um það.

Ég tek líka undir það með hv. þm. að við hljótum að hafa í huga orð menntmrh. að loknum Ólympíuleikum þar sem hann lýsti sérstökum vilja til að styðja við bakið á afreks\-íþróttafólki í landinu. Sú tillaga sem ég dreg fram úr skýrslu nefndarinnar frá 1997 er einmitt til þess fallin að styðja mjög vel við bakið á afreksíþróttafólki í landinu.