Flutningur á fjarvinnslustörfum út á land

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:36:06 (917)

2000-10-30 15:36:06# 126. lþ. 15.1 fundur 65#B flutningur á fjarvinnslustörfum út á land# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:36]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Þetta lítur vissulega vel út, þ.e. landskrá lausafjármuna, og verið getur að menn telji að þarna sé um stórkostlegt verkefni að ræða. En þegar þetta mál var skoðað í dómsmrn. þá kom í ljós að slík skráning var í mesta lagi vinna fyrir einn mann hálfan daginn, því miður.

Ég vil segja það sérstaklega að starfsmenn dómsmrn. hafa farið til Ólafsfjarðar og hafa leitað eftir tillögum í sambandi við vinnslu á ýmiss konar verkefnum en því miður hefur það starf ekki borið árangur. Hins vegar varðandi Ólafsfjörð, vegna þess að hér áðan var verið að ræða um sýslumenn, þá er það tímabundið að sýslumaður starfar ekki þar. Ég taldi rétt að láta það koma í ljós að engin önnur ákvörðun hefur verið tekin í því sambandi.